Kylie er komin með nóg af því að vera mamma

Samkvæmt slúðurvefnum RadarOnline er Kylie Jenner (20) farin að sakna gamla lífsstílsins. Dóttir hennar er rétt orðin 4 mánaða en Kylie eyðir endalaust af peningum í barnapíur og aðstoðarfólk.

Hún ræður barnapíur og aðstoðarfólk til að sjá um Stormi litlu því hún vill fara út á meðal fólks. Hana langar að fara í bæinn og vera með vinum sínum og vera tvítug. Hún saknar skemmtana- og næturlífsins. Að hanga úti til 4 á nóttunni og hafa ekkert að gera daginn eftir. Hún elskar að vera mamma en það er yfirþyrmandi fyrir hana og hún þarf að komast í burtu

segir heimildarmaður RadarOnline.

SHARE