Kylie Jenner: Orðin þreytt á frægðinni

Nýjustu fregnir herma að yngsti meðlimur Kardashian-fjölskyldunnar, Kylie Jenner, hyggist hætta í raunveruleikaþáttunum Keeping Up With the Kardashians. Að sögn heimildarmanns OK! hefur Kylie átt erfitt með að takast á við allt fárið í kringum kynleiðréttingu Bruce Jenner fyrir opnum tjöldum.

Sjá einnig: „Ég get ekki lifað í lygi lengur; ég er kona“ – Bruce Jenner

kylie-jenner-quitting-kuwtk-05

Hún hefur engan áhuga á að koma fram í raunveruleikaþáttunum lengur. Hún er orðin þreytt á þessu öllu saman og fárið í kringum Bruce var kornið sem fyllti mælinn. Hún vill bara fá að vera eðlilegur unglingur.

Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta spilast út. Það hefur hingað til ekki verið hægt að sjá á Kylie að henni leiðist athyglin sem hún fær.

Sjá einnig: Bruce Jenner ljómar af hamingju:  „Ég íhugaði oft sjálfsmorð“

SHARE