Kyndeyfð: Hvað er til ráða?

Hvenær kviknar kynferðisleg löngun?

Löngun til kynlífs og ástundun þess er sjálfsagður hluti af lífinu og tilverunni. Kynhvötin er öllum mönnum ásköpuð, en vægi hennar er breytilegt. Öll erum við ólík og lífshvöt okkar, lífssýn og kynlíf er breytingum háð.

Jafnvel smábörn eru meira eða minna kynferðislega meðvituð.

Á gelgjuskeiðinu breytist eðli kynferðislegrar vitundar og fer að snúast meira um beina kynferðislega reynslu, kynmök, örvun og fullnægingu. Það er gott og eðlilegt.

En kynferðislegur áhugi þroskast mishratt og þó að stúlkur þroskist almennt fyrr líkamlega en piltar, getur fólk á sama aldri haft misjafnlega mikla þörf fyrir bein kynferðisleg samskipti. Stúlkurnar hafa heldur ekki sömu þörf fyrir að sanna sig út á við eins og karlkyns jafnaldrar þeirra.

Samt byrja stúlkurnar heldur fyrr að stunda kynlíf en drengirnir algengt er að fyrsti kærastinn er sé aðeins eldri en þær.

Af hverju áhugaleysi?

Fólk á öllum aldri getur verið ánægt með og fullsátt við kynlíf sitt og vill helst ekki vera án þess. Engu að síður geta komið tímabil þegar áhuginn minnkar eða hverfur. Þetta getur verið alveg eðlilegt. Yfirleitt er kynhvötin sterkust í æsku en minnkar smám saman eftir því sem líður á ævina, sumir eru í fullu fjöri fram á síðasta dag, en áhugi annarra er sveiflukenndari. Kyndeyfð getur verið tímabundin.

Kynlífið stjórnast af tilfinningum og heilastarfsemi, þó að skynjunin komi fram í kynfærunum. Kynlífið er ekkii endilega háð hormónum, og kyndeyfð er sjaldnast af völdum hormónaskorts. Sprautur, pillur og stílar hjálpa þá ekki.

Viðkomandi þarf að hafa orku og vera í skapi til að stunda kynlíf, þarf viðkomandi líka að vera hrifinn af, elska eða að minnsta kosti þykja vænt um og virða rekkjunautinn! Ef tilfinningar og skynsemi eru ekki með, verður þetta auðveldlega að kaldranalegri athöfn.

Lyf geta haft áhrif á kynhvöt og er um að gera að lesa sér til um það hvort það sé hugsanleg orsök.

Hver er munur á körlum og konum?

Karlar og konur eru ekki eins á þessu sviði.  Karlar geta komið þreyttir og úrillir heim úr vinnunni, dottað fyrir framan sjónvarpið þangað til seinni fréttunum lýkur, en allt í einu sperrst upp þegar í bólið til konunnar er komið, lokið sér af á skömmum tíma og sofnað svo vært og án drauma á eftir, konan legið eftir vansæl og andvaka. Hún naut sín ekki og hefur lítinn hug á að endurtaka leikinn.

Þegar konuna skortir áhuga er auðvelt að skella allri skuld á hana, eins og allan vanda megi rekja til hennar, og hún er kynköld. Það er ósanngjarnt og rangt. Ef kynlífinu er þannig háttað og slíkar eða aðrar ytri ástæður liggja að baki kyndeyfðinni þurfa báðir aðilar að kippa ýmsu í lag ef allt á að ganga vel.

Hvernig má glæða áhugann á ný?

Fyrst og fremst verður fólk að ræða saman í friði og ró, og reyna að komast að því hvernig hægt sé að leysa málið svo að bæði öðlist aftur áhuga og gleði í samlífinu og sambúðinni.

Bæði verða að viðurkenna að, hvort fyrir sig, eigi í vanda sem þau vilja greiða úr. Bæði verða að leggja sig fram um að skilja hvort annað og vera reiðubúin til að leggja sitt af mörkum til þess að ástandið megi batna.

Hvorugur aðilinn er gallalaus.

Ef ástin er enn fyrir hendi og löngun til að búa saman er hægt í sameiningu að glæða áhugann á kynlífi, ef hún hins vegar er farin er löngunin það sennilega líka.

untitled

 

 

SHARE