Kynfæri stúlkna í Bretlandi limlest – Yfir 2,000 stúlkna leita hjálpar á breskum sjúkrahúsum vegna ofbeldis af þessu tagi

Yfir 2,000 stúlkur hafa leitað hjálpar á breskum sjúkrahúsum vegna þess að kynfæri þeirra hafa verið limlest. Læknar telja að miklu fleiri stúlkur verði fyrir þessum limlestingum en þær sem leita hjálpar.   

Nærri því 300 konur af þeim sem komu á sjúkrahúsin þörfnuðust skurðaðgerðar svo að hægt væri að koma þeim til heilsu eftir meðferðina.  Mörg börn eru í hópi þeirra sem hafa verið meðhöndlaðar þar á meðal 12 ára stúlka með opin, blæðandi sár sem hún fékk þegar glæpurinn var framinn á henni.

 

Það er lögbrot í Bretlandi að gera þetta en samt er talið að nú séu hart nær 70 þúsund konur að takast á við alfleiðingar þessa ofbeldis og að 20 þúsund ungar stúlkur séu í hættu.

 

Þessi verknaður tengist landsvæðum í Afríku, einkum Malí, Sómalíu, Súdan og Kenýa ásamt ýmsum Mið- austur löndum.

Snípurinn skorinn í burtu vegna þess að hann veitir kynferðislega ánægju

Farið er með margar stúlkur sem búa í Bretlandi til þessara landa til að láta „skera“ þær.  Sumar eru ekki nema fimm ára gamlar. En mikið af þessu er líka gert í Bretlandi og segja þeir sem hafa rannskað málin að ástandið sé alveg hræðilegt. Í flestum tilvikum er snípurinn skorinn burtu þvi að hann veitir kynferðislega ánægju. Margar konur leita sér ekki hjálpar af því þær vita ekki hvert þær eiga að fara og eru líka hræddar.

Á efri myndinni eru nokkur af þeim tólum og tækjum sem notuð eru við umskurn kvenna í Kenya.

Neðri myndin er af 9 ára gamalli stúlku, Fay Mohammed sem býr í Mogadishu. Myndin var tekin nokkrum dögum eftir að hún var umskorin.  „það leið yfir mig“

Nimko Ali var bara 7 ára gömul þegar hún fór með fólkinu sínu til Sómalíu í „skemmtiferð“  og þar varð hún fyrir hræðilegri meðferð.

„Þegar við komum að húsinu var þar fyrir kona í kufli (burka). Ég varð dauðhrædd og hljóp burtu. Þau náðu mér og það var farið með mig inn í herbergi þar sem var fullt af tækjum, sem ég hafði aldrei áður séð.  Konan sem ég var svo hrædd við var þar og beið eftir mér. Hún skammaði mig fyrir að i hlaupa burtu og sagði mér að ég væri mjög vanþakklát.

Það leið yfir mig áður en hún byrjaði að skera. Ég veit ekki hvort það var einhver deyfing eða hvort ég var svona hrædd“.

Þega Ali vaknaði var hún mjög kvalin og fæturnir bundnir saman. Eftir tvo daga var farið með hana aftur til Englands og þar trúðu hvorki vinir hennar né kennarar því sem hún sagði þeim. Henni fannst hún hafa verið svikin og hún var einmana.

Nokkur ár eru liðin frá því Nimko Ali var limlest í Sómalíu og nú hefur hún stofnað samtök- Evudætur- sem berjast móti þessari meðferð á stúlkum með því m.a. að fræða almenning um þennan veruleika og reyna að hjálpa stúlkum sem hafa orðið fyrir þessu.

„Allt of lengi hefur þetta verið afgreitt sem eitthver menningarathöfn. Þetta er kynbundið ofbeldi“, segir hún. „Flóknara er það ekki“.

 

Yfirvöld í Bretlandi segja að ekki sé langt í að ákært verði í máli af þessum toga því að samkvæmt lögum þar í landi er þetta glæpur. Menn vilja fara með löndum og undirbúa málsókn mjög vel því að alvaran verður að vera öllum ljós að henni lokinni.

 

 

SHARE