Kynferðislegt ofbeldi er einhver sú erfiðasta reynsla sem manneskja upplifir.

Anna Bentína Hermansen & Þóra Björt Sveinsdóttir sem báðar eru starfskonur Stígamóta fjalla í dag um kynferðisofbeldi, sem er kynbundið ofbeldi hér, með yfirskriftinni “kynferðisofbeldi er kynbundið ofbeldi” sem hittir naglann á höfuðið.

“Kynferðislegt ofbeldi er einhver sú erfiðasta reynsla sem ein manneskja getur upplifað. Lagalega er ekki til þyngri refsing við nokkrum brotaflokki, ef morð er undanskilið. Kynferðisofbeldi er kynbundið ofbeldi. Það eru oftast karlar sem nauðga konum, börnum og öðrum körlum. Oftast verður brotaþoli fyrir kynferðisofbeldinu á heimili sínu af einhverjum sem konan þekkir. Af þeim sem leituðu til Stígamóta 2011 voru aðeins 16,8% ofbeldismannanna ókunnugir.” Þetta er kaldur sannleikurinn og þrátt fyrir að alltaf heyrist raddir, þegar talað er um ofbeldi gegn konum sem tala um að “körlum sé nauðgað líka” sem vissulega er rétt og okkur ber að hafa það í huga, þá er staðreyndin sú að tölfræði sýnir að kynferðislegt ofbeldi er algengt og konur eru mun oftar þolendur þess en karlmenn. Þannig sýna bandarískar rannsóknir að um 18% kvenna verða fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar á lífsleiðinni á móti 3% karla – segir í greininni.

Stígamót hafa safnað tölfræðilegum upplýsingum í 22 ár. Á þeim 22 árum til ársloka 2011 hafa 5.946 einstaklingar leitað til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis. Talskonur Stígamóta telja að þessar tölur séu einungis toppurinn á ísjakanum þar sem sorglega staðreyndin er sú að margir þolendur leita sér aldrei aðstoðar. Þessar tölur Stígamóta sýna okkur því einungis heimsóknir þeirra sem leita til samtakanna en ekki tíðni kynferðisofbeldis í samfélaginu.

Í greininni segir, og þetta er eitthvað sem allir ættu að lesa:

“Við verðum oft ónæm fyrir einhverjum tölum og prósentum því slík tölfræði virðist gefa okkur takmarkaða og oft firrta mynd af veruleikanum. Hvað værum við t.d. lengi að lesa upp fullt nafn allra þeirra þrjátíu þúsund einstaklinga sem hafa lent í kynferðisofbeldi? Hvað þá að skyggnast á bak við persónurnar sem bera þessi nöfn? Baráttan gegn kynferðisofbeldi er því alls ekki léttvæg. Við virðumst hafa fullan skilning á ýmsum verðugum baráttumálum samtaka eins og umferðarráðs, krabbameinsfélaga og fleiri góðra samtaka. Þegar kemur að kynferðisofbeldi fara hins vegar margir í vörn og segja þetta einkamál hvers og eins. Við myndum aldrei líta undan þeirri samfélagslegu ábyrgð ef allir Kópavogsbúar ættu hættu á að örkumlast í umferðarslysi eða verða krabbameini að bráð. Það sama ætti að vera uppi á teningnum með baráttuna gegn kynferðisofbeldi.”

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here