Kynlífs og sambandsráð frá 98 ára gamalli konu

Það er kannski ekki endilega líklegt að þig langi til að fá kynlífsráð frá ömmu þinni. Það er þó nokkuð ljóst að 98 ára gömul kona ætti að geta gefið okkur allnokkur ráð, hvort þau eru góð eða ekki verður hver að dæma fyrir sig. Blaðið Esquire birti grein þar sem vitnað var í samtöl í bók Dönu Adam Shapiro, You Can Be Right Or You Can Be Married. Ein af þeim manneskjum sem Dana tók viðtal við var hin 98 ára gamla Pauline. Pauline á þrjú hjónabönd að baki og eitt “ástarævintýri”. Eftirfarandi eru nokkur af þeim ráðum sem hún gaf fólki um ástina og kynlíf:

1. “Í fyrsta lagi verðið þið að ná saman kynferðislega. Það er mjög mikilvægt. Ef einhver segir annað er hann bara klikkaður.”

2. “Það er mjög erfitt að reyna að lífga upp á sambandið eftir tíu ár. Ef þú hefur ekki þessa tilfinningu lengur og ekki hann heldur, sæktu um skilnað. Það er eina leiðin. Þú ert betur sett ein. Vegna þess að þegar þú býrð með einhverjum sem gerir þig ekki hamingjusama verður lífið ömurlegt. Það er verra en að vera einn.”

3. “Þú þarft að gefa þig alla í að gera hina manneskjuna hamingjusama. En það þarf að vera þannig að þið hafið bæði jafn mikla löngun til að gefa hvort öðru alla þá ást og umhyggju sem þið mögulega getið” Það gengur sem sagt ekki að aðeins önnur manneskjan í sambandinu leggi sig alla fram við að gera makann hamingjusaman.

4. “Þú þarft að hafa mikla ástríðu og miklar tilfinningar. Án tilfinninga, er ekkert samband. Það er bara leikrit – og það er ekki gott.”

 

SHARE