R. Kelly er kannski einna þekktastur hér á landi fyrir lagið sitt I Believe I can fly. R. Kelly heitir réttu nafni Robert Sylvester Kelly og hann varð 51 árs þann 8. janúar síðastliðinn.

R. Kelly hefur verið afhjúpaður í nýrri heimildarmynd í 6 pörtum sem heitir Surviving R. Kelly. Sú mynd er ekki komin á netið en það kemur eflaust að því. Í þessari mynd koma ótal konur fram og segja frá reynslu sinni af R. Kelly, en hann hefur verið kynlífsfíkill í fjölda ára og heillast af barnungum stúlkum. Söngkonan Aaliyah var ein af þeim sem R. Kelly misnotaði en hann byrjaði að sofa hjá henni þegar hún var 14 ára gömul. Þegar hún var 16 ára lugu þau til um aldur hennar og gengu þau í hjónaband. Hjónabandið var dæmt ógilt 2 mánuðum síðar.

Söngvarinn fór í verslunarmiðstöðvar til að finna ungar stúlkur, en einnig fór hann fyrir utan skóla til að „pikka upp“ ungar stúlkur.

Þessi heimildarmynd er á netinu og heitir R Kelly: Sex, Girls & Videotapes. Hún er svakaleg og sagt er frá R Kelly og hans sjúkleika í gegnum tíðina.

SHARE