Kyntáknið Shaun Ross: Fallega ljóti albínóinn frá Bronx

Frekur ásýndar og fallega ljótur; orkar þóttafullur gegnum linsuna en er barnslega rólyndur í framkomu. Svartur fram í fingurgóma, með mjallarhvítt hörund og sleit barnsskónum í norðurhluta Bronx. Albínói, sem merkir að hörund hans og hár skortir allt litarefni.

Shaun Ross er skjannahvítur svertingi, vakti fyrst athygli ljósmyndara gegnum samskiptamiðilinn YouTube, aðeins sextán ára að aldri og hefur þegar brotið blað í mannkynssögunni með þróttmikilli innkomu sinni í grimman heim hátískunnar á undanförnum misserum.

“Albínismi er ekki sjúkdómur. Hörund albínóa skortir einfaldlega litarefni; þeir eru ekki veikir.” 

— Shaun Ross

16efb402a55911e393c612ea443118ff_8

“Ég hafði enga hugmynd um að ég væri albínói fyrr en ég var hálfnaður með gagnfræðaskólann.”

Hann var alinn upp í ástríkum systkinahópi og segir foreldra sína aldrei hafa minnst aukateknu orði á að hann væri frábrugðinn öðrum börnum, sem svo aftur gerði að verkum að hátískumódelið Shaun Ross, sem er 22 ára gamall og er af afrísk – amerískum uppruna, hafði enga hugmynd um að hann væri albínói fyrr en hann var hálfnaður gegnum gagnfræðaskólann.

tumblr_mgdec7iCtP1qfqu46o1_1280
Model Shaun Ross Takes Us Back To His Bronx Roots: Life and Times

 

Shaun Ross hefur starfað með mörgum af þekktustu tónlistarmönnum heims þrátt fyrir ungan aldur; leikur afvegaleiddan elskhuga Lana Del Ray í erótískri stuttmynd sem sönggyðjan sendi frá sér fyrir skömmu; ljóti albínóinn með fallegu augun og undarlega hnúðinn á nefbeininu hefur setið fyrir hjá ítalska Vogue, birtist nýverið í flennistórum myndaþætti á síðum breska tiskutímaritsins GQ og er á góðri leið með að verða ein eftirsóttasta karlfyrirsæta hins vestræna tískuheims.

 

“Flestir tala út frá eigin óöryggi og minnimáttarkennd þegar þeir gagnrýna aðra; vita einfaldlega ekki betur.”

Í nýlegu viðtali við tímaritið OUT segir Shaun meðal annars: “Ef þú tekur saman allt það sem fólk segir og særir aðra, hægir á orðaröðinni og hlustar af alefli á samhengið þá lærist þér oftar en ekki að flestir tala út frá eigin óöryggi og minnimáttarkennd. Fólk veit einfaldlega ekki betur. Þess vegna talar það svona.”

“Ég tala ekki um kynhneigð mína, né fer ég í felur með hana; ég hef aldrei farið í felur með það hver ég er. Af hverju ætti ég að gera það?” 

Shaun, sem er samkynhneigður, segir einnig: “Ég tala ekki um kynhneigð mína, né fer ég í felur með hana; ég hef aldrei farið í felur með það hver ég er. Af hverju ætti ég að gera það? Í fyrirsætuheiminum, rétt eins og í leiklistinni, er ég alltaf í ákveðnu hlutverki. Ég er að fylgja handriti. Og ég fæ ekki séð að kynhneigð mín hafi nokkuð með það handrit að gera, því í lok hvers dags legg ég það handrit til hliðar. Ég get ekki verið í hlutverki hvert sem ég kem, né er alltaf viðeigandi að ég sé ég sjálfur í gegnum störf mín.”

05_Shaun_Ross_
shaundross@instagram

Hann segir þó fáa hafa viljað af sér vita þegar hann kom fram sem samkynhneigður, ungur albínói af afrískum uppruna. ”Fæstir vildu nokkuð af mér vita því enginn vissi hvernig átti að bregðast við. Það var Tyra Banks sem veitti mér mestu hjálpina. Hún er snillingur í því að spila inn á og vinna með ófullkomleikann. Og það var hún sem kynnti mig fyrir umheiminum gegnum America´s Next Top Model, rétt eins og ég er í raun og veru. Það hjálpaði mér mikið.”

“… #inmyskiniwin var bara hugmynd í upphafi – sem þróaðist út í herferð sem átti að vekja athygli á stöðu albínóa og umbreyttist í þarfa vitundarvakningu fyrir alla; áminningu um að ófullkomleikinn er fallegur.”

Shaun Ross hefur nýtt sviðsljósið óspart til að ögra stöðluðum fegurðarstöðlum hins vestræna heim, hann er ábyrgðarmaður herferðarinnar “In My Skin I Win” sem miðar að því að stuðla að heilbrigðri sjálfsmynd. In My Skin I Win var ætlað að styðja við helstu baráttuefni albínóa í upphafi en er í dag helgað öllum þeim sem glíma við skert sjálfstraust óháð litarhafti, kynhneigð, líkamslögun eða þjóðerni.

Allur réttur áskilinn: instagram.com/shaundross
miucciaprada@voguepedia

Um grimmdina sem ríkir í tískubransanum og fegurðina sem er fólgin í ófullkomleikanum segir Shaun: “Enn þann dag í dag segir fólk ljóta hluti við mig. Einu sinni sagðist önnur karlkyns fyrirsæta ekki skilja hvers vegna ég væri vinsælli, því hann væri miklu sætari en ég. Ég fór að hlæja þegar maðurinn sagði þetta við mig. Það að vera fyrirsæta snýst ekki um að líta betur út en allir aðrir. Ég er sérstakur á minn einstaka hátt. Ég bý yfir einhverju sem enginn annar býr yfir. Það knýr mig áfram.”

93709576a4ac11e380871237daaf68f6_8
shaundross@tumblr

“Hann sagðist ekki skilja af hverju ég fengi fleiri verkefni, því hann væri miklu fallegri. Ég fór bara að hlæja.”

— Shaun Ross

Shaun, sem lék eftirminnilega hlutverk í tónlistarmyndbandi Beyoncé, “Pretty Hurts” segir fegurðarstaðla vestrænna ríkja vera erfiða viðureignar. “Í mínum augum er fegurðin afstæð. Það er erfitt að vera fallegur ásýndar, því þú þarft að falla að öllum þeim hugmyndum sem annað fólk hefur um fegurð. Þess vegna þótti mér svo sterk reynsla að leika í tónlistarmyndbandinu, þar sem Beyoncé er þar að gagnrýna tilbúna fegurðarstaðla. Ég hef sjálfur mátt þola mikla útskúfun á stuttri ævi bara vegna þess hvernig ég lít út. En það er líka sárt að vera fallegur og þess vegna hafði samstarf okkar Beyoncé verulega sterk áhrif á mig, því umheimurinn sér Beyoncé sem hina fullkomnu konu.”

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”tjZnvcSpX8o”]

“Ég skil þá sem hafa alist upp í sárri fátækt, alla þá sem hafa engan sem trúir á þá, fólk sem öðruvísi í útliti, sem er með aðra kynhneigð en eðlilegt þykir og ég get líka skilið þá sem eru fæddir með frábrugðin gen. Eitt af stærstu markmiðum mínum á þessu ári verður að gera herferðina #inmyskiniwin sýnilegri um víða veröld. Mín von er að heimurinn vakni til vitundar um hversu fallegt það er að vera frábrugðinn.”

 — Shaun Ross

SHARE