“La la lasagne” ekki hefðbundið en mjög gott

Hún Björk skólastjóri í Brúarskóla var leiðsagnakennari minn í vettvangsnáminu þar og þá kynntist ég bæði starfi skólans og þessum líka kvennskörungi sem hún Björk er.

Hún gaf mér leyfi til að birta þessa dásamlegu uppskrift sem hún deildi á facebook en ég fékk vatn í munninn við að skoða uppskriftina.

 

Uppskrift:

3 Hvítlauksrif

1 laukur

1 paprika 

400 gr hakk

150 ml Rjómi

1 msk rjómaost

Spínat

Kotasæla

Rifin ostur

Parmesan ostur

Aðferð:


Grænmeti skorið og steikt í avacado olíu.
3 tómatar skornir i bita og settir á pönnuna
Leyfa þessu að malla saman smá stund. Krydda eftir smekk, ég notaði salt,pipar og oregano.
Setja þá rjóma út á ca. 150 ml. 
1 msk rjómaost og smá rifinn ost. Allt mallað vel saman. 
Meðan steikja 400 gr. hakk á pönnu. Mauka allt grænmetið og ostinn með töfrasprota og hella því út á hakkið.
Setjið 1/2 pk spinat á botninn á eldföstu móti, hellið helmingnum af hakkblöndunni yfir, setjið því næst 1/2 ds. Af kotasælu út á hakkið. Þvi næst rest af spínati, svo kotasælu og rest af hakkblöndunni.Setja svo parnesan og rifinn ost yfir allt og inn i ofn.

Sjá Meira: Dýrindis hakkréttur

Geggjað gott lasagna.Borðað með góðu salati.

 

Takk kæra Björk og ég hvet ykkur lesendur góðir ef þið lumið á góðri uppskrift að senda mér hana svo fleiri geti notið.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here