Það hefur margt gengið á, í vikunni.  En við skulum byrja á því smekklega.  Scarlet Johansson var stórglæsileg núna á rauða dreglinum og ekki hægt að sjá að hún sé komin hálfa meðgöngu lengd. Þetta var í fyrsta skipti sem hún kemur fram eftir að hún tilkynnti að hún væri þunguð.

 

scarlett

Ég veit ekki hvað er að gerast í höfðinu á Lady Gaga.  En á SXSW tónleikunum lét hún einn dansarann æla yfir sig í laginu Vomit.  Eins gott að tónleikagestir voru ekki klígjugjarnir og ældu með henni! (ekki spila þetta myndband ef þú ert klígjugjörn)

Jennifer Lopez  frumsýndi nýtt myndband fyrir nýjasta lagið sitt sitt „Luh Ya Papi”

Hún fær stórt prik fyrir þetta myndband þar sem hún snýr hlutverkum kvenna við í tónlistarmyndbandi.  Soldið spes að sjá karlmann nudda rassinum upp við bíl!

Hér er fyrsta myndin af míni seríunni Rosemary´s Baby með Zoe Saldana í aðalhlutverki.

rísy

SHARE