Læknarnir héldu að þær væru Rússar – Þær eru albínóar

Samkvæmt Vísindavefnum er 1 af hverjum 20.000 manneskjum sé albínói. Líkurnar eru meiri á sumum svæðum í heiminum og geta líkurnar farið niður í 1 af hverjum 3000. Það er ekki hátt hlutfall en systurnar Asel (14) og Kamila (2) eru báðar albínóar, fæddar með 12 ára millibili. Þær búa í Kazakhstan og eiga einn bróður sem er ekki albínói.

Asel var aðeins 10 ára þegar hún fór að sitja fyrir og eftir að litla systir hennar kom í heiminn hefur fylgjendafjöldi hennar aukist svo um muna. Hún er í dag með meira en 36 þúsund fylgjendur.

Móðir stúlknanna, Aiman, segir að læknarnir hafi staðið á gati þegar eldri dóttir þeirra fæddist. Þeir hafi haldið hún væri rússnesk og það væri skýringin á útliti hennar, en það var ekki fyrr en hún fór að lesa sér til sem hún komst að því að dóttir hennar væri albínói.

Heimildir: Bored Panda og Instagram

SHARE