Læknarnir ráðlögðu henni að leyfa manninum sínum að deyja

Matt og Danielle Davis höfðu bara verið gift í 7 mánuði þegar Matt lenti í hræðilegu mótorhjólaslysi svo hann fór dá og þurfti að vera tengdur við vélar til að halda lífi.

Danielle var sagt að það væru bara 10% líkur á því að hann myndi vakna úr dáinu og læknarnir ráðlögðu henni að leyfa honum bara að fara og taka vélarnar úr sambandi. Hún neitaði að gefast upp á honum og sagði í samtali við WTOC: „Við höfðum ekki tækifæri til að byrja okkar líf saman og ég var ekki á því að fara að gefast upp strax.“

Matt var í 3 mánuði í dái og Danielle flutti hann af spítalanum til að sjá um hann á heimili þeirra. 

 

Svo gerðist það allt í einu, einn daginn að Matt talaði. Hann sagði: „Ég er að reyna“

Að lokum vaknaði hann úr dáinu en hann mundi ekkert af því sem gerðist á seinustu þremur árum fyrir slysið. Hann mundi ekki eftir því þegar faðir hans lést og mundi ekki eftir því að hafa kynnst og gifst konu sinni.

Sjá einnig: Fallegt: Tekur myndir af börnum nokkrum sekúndum eftir að þau koma í heiminn

 

Með tímanum hefur Matt náð miklum framförum. Líkamlega endurhæfingin hefur gert kraftaverk og hann hefur lært að ganga upp á nýtt. Þau hjónin spila Scrabble og fara í jóga og nýlega hefur hann farið að keyra bíl aftur.

Sjá einnig: Sonur þeirra var dáin í 45 mínútur

 

„Eitt samtal við Matt mun breyta lífi þínu,“ segir Danielle. „Hann elskar fólk og er með fallegt hjartalag. Hann kvartar aldrei og er aldrei reiður vegna þess hvernig hlutirnir eru. Hann vill bara vekja von í hjörtum fólks.“

 

SHARE