Læknirinn fullyrti að berklaveik stúlka væri bara í ástarsorg – Dó nokkru síðar

Mjög vanhæfur heimilislæknir sendi Alinu sem var fársjúk af berklum  frá sér með þeim orðum að hún væri bara í ástarsorg. Hún dó nokkru síðar  og er læknirinn sakaður um stórkostlega vanhæfni og vanrækslu. 

 

Faðir Alinu sem var bara 15 ára var niðurbrotinn. “Fallega, yndislega dóttir mín átti betra skilið. Ég held ég muni aldrei aftur treysta læknum eins og þeir hafa svikið okkur“.

Hann segir líka að honum finnist að Englendingar eigi að taka aftur upp bólusetningu við berklum og að læknar fái fullnægjandi þjálfun í að þekkja einkenni þessarar hræðilegu veiki svo að ekki þurfi fleiri fjölskyldur að þola það sem þau hafi nú orðið að þola.

Réttaralæknirinn  Aidan Cotter fullyrðir að vanræksla lækna hafi valdið miklu um það að stúlkan dó. Hann fékk upplýsingar um það að stúlkan fór milli fimm lækna og kom enginn þeirra auga á hvaða sjúkdómur hrjáði hana. Hún léttist stöðugt og gat að lokum ekki borðað annað en barnamat. Nú á dögum hægt að lækna berklaveikina.

Sulton Sarag and Farhat Mahmooda, Alina's parents
Alina Sarag, pictured at 7 years old at home in Birmngham

 

Þeir töldu að hún væri með sýkingu í brjóstholi og heimilislæknir fjölskyldunnar, Dr Sharad Shripadrao Pandit sem foreldrar Alinu höfðu í angist sinni a.m.k. 50 sinnum samband við lagði til að hún færi til heilara þar sem hún væri í ástarsorg,

„Það eru alveg ótrúleg mistök hjá heimilislækni stúlkunnar að senda hana ekki í lungnarannsókn til þess að ganga úr skugga um hvort hún væri með berkla eða ekki. Þessa greiningu hefði átti að gera og hefja meðferð strax“, sagði réttarlæknirinn ennfremur.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here