Læknirinn sagðist ekki geta hjálpað henni

Whitney hefur átt erfitt samband við mat frá því hún man eftir sér. Það var svo þegar hún fór að eiga börn sem hún missti alla stjórn á þyngd sinni. Þegar hún var sem þyngst var heilsa hennar mjög slæm og hreyfigeta í algjöru lágmarki. Það endaði með því að læknir hennar sagði við hana: „ég get ekki hjálpað þér“. Whitney sá að börnin hennar voru að taka upp hennar matarvenjur og hún og maðurinn hennar, Dylan, voru bæði of þung. Hún áttaði sig á því að til þess að breyta þessu yrði hún að byrja á að breyta sjálfri sér.

Whitney ráðfærði sig við sérfræðinga til að styrkja sig andlega og endurskoðaði mataræði sitt og lagði áherslu á að taka út kolvetni. Hún léttist um 27 kg áður en hún fór svo í magaminnkun árið 2022. Hún hefur nú misst 77 kg í viðbót og öll fjölskyldan hefur fylgt henni eftir.

SHARE