Lágkolvetna hvítlauksbrauð

Geggjað gott hvítlauksbrauð sem tekur enga stund.

 

100 gr Rifinn ostur
1 Egg
Hvítlaukskrydd
Pepperone  ef vill

Ostur og egg pískað saman, á að vera frekar þurrt svo ef þarf má auka ost.

Hella blöndunni á bökunarpappír og fletja út. Strá hvítlauksdufti yfir og skella nokkrum litlum pepparone sneiðum á inn í ofn á 180 gráður baka þar til fallega gulláferð er komin á kantana eða í um 15 mín.

Hægt er að margfalda uppskriftina en þetta er skammturinn sem ég geri fyrir mig eina. það má líka krydda með oreganó og bara prófa sig áfram.

Ég er með æði fyrir þessu núna og elska hvað þetta er einfalt !!

 

 

SHARE