Lakkrístoppar

Margir gera lakkgrístoppa fyrir jólin en börn jafn sem fullorðnir eru gjarnan mjög hrifin af kökunum enda dásamlega góðar og virkilega einfalt að gera.
Þessar kökur er tilvalið að baka með krökkunum sínum.

3 eggjahvítur
200 gr. púðursykur
150 gr. rjómasúkkulaði
2 litlir pokar súkkulaðihúðað lakkrískurl

Stífþeytið eggjahvíturnar, bætið púðursykrinum við og þeytið áfram þar til sykurinn er alveg horfinn. Bætið söxuðu súkkulaði og lakkrískurli við. Setjið með teskeið á plötu með bökunarpappír og bakið við 175° í 12-14 mínútur.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here