Rafe Biggs, 43 ára, hefur verið lamaður fyrir neðan mitti í 9 ár eftir að hann hálsbrotnaði þegar hann datt fram af þaki. Hann hélt að hann myndi aldrei geta fengið kynferðislega fullnægingu aftur.

Ári eftir að hann lamaðist fann hann samt mikla og næma tilfinningu í þumlinum þegar kærastan hans nuddaði og saug á honum þumalinn. Hann segist í dag líta á þumalinn á sér sem einskonar „staðgöngu getnaðarlim“ og nýtur þess að stunda kynlíf með konu sinni með því að nota þumalinn. „Ég hélt að þetta myndi aldrei geta gerst,“ segir Rafe „en þegar þumallinn á mér er nuddaður og soginn er það mjög svipuð tilfinning eins og þegar þetta var gert við getnaðarliminn á mér, fyrir slysið.“

Rafe Biggs kennir nú öðrum sem eru hamlaðir að einhverju leyti að njóta kynlífs og finna til þess leiðir, á námskeiði hans „Sexability“.

rafe-biggs

SHARE