Raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian lenti í heldur leiðinlegri uppákomu á miðvikudagsmorguninn á leið sinni heim úr ræktinni.

Þegar Khloe gekk út úr SoulCycle eftir æfingu mætti henni óskemmtileg sjón en þar stóð fyrrverandi eiginmaðurinn hennar Lamar Odom.

Sjá einnig: Khloe Kardashian og Lamar Odom skrifa undir skilnaðarpappíra

Lamar hafði þá setið um hana en hann öskraði á hana og hreytti í hana ófögrum orðum. Khloe tók síðan að öskra eftir að Lamar greip um handlegg hennar en hún hafði reynt að láta eins og hún sæi hann ekki.

Vegfarandi sagðist hafa boðist til að hringja í lögregluna en þá hafi Lamar öskrað að það væri sko enginn að fara að ná í lögregluna. Khloe spurði þá á móti hvernig hann hafi vitað að hún væri í ræktinni en hún fékk engin svör.

Sjá einnig: Khloe Kardashian sparkar eiginmanni sínum Lamar Odom sem berst við eiturlyfjafíkn – Hittir lögfræðing

Khloe hljóp í bílinn sinn og keyrði í burtu í miklu uppnámi en hún var greinilega mjög skelkuð.

Skilnaður Khloe og Lamar gekk í gegn í síðasta mánuði en þau höfðu verið gift frá árinu 2009. Eiturlyfjaneysla Lamar og framhjáhald hans varð til þess að Khloe gekk í burt úr hjónabandinu og endaði með að sækja um skilnað.

Á sunnudaginn síðasta gerði Khloe samband sitt við körfuboltamanninn James Harden opinbert en svo virðist sem Lamar hafi ekki verið sáttur með það en slúðurtímaritið People greindi frá því að Khloe hafi þurft að skipta um númer þar sem Lamar hafi ekki látið hana í friði.

Sjá einnig: Var einmana og vanrækti sjálfa sig

2B4FB5AB00000578-3195561-Encounter_Khloe_Kardashian_was_confronted_by_her_ex_Lamar_Odom_o-m-43_1439411850347

2A5D1FF900000578-3158644-Getting_closer_Khloe_Kardashian_was_spotted_leaving_an_intimate_-a-15_1436742836411

SHARE