Samband Katy Perry og Orlando Bloom er sterkara en nokkru sinni. Sést hefur til Katy með hring sem margir héldu að væri trúlofunarhringur, en svo var ekki.

 

katy

 

Kunningi parsins segir samt að það sé ekki langt að bíða eftir því að þau muni setja upp hringana. Hann segir líka: „Hann talar endalaust um Katy og sér ekki sólina fyrir henni. Hann væri alveg til í að stofna til fjölskyldu með Katy og eignast fleiri börn, en Orlando á 5 ára gamlan son með Miranda Kerr.“ 

Sjá einnig: Berrassaður Orlando Bloom fer á sjóbretti

Þau eru samt ekkert að drífa sig en skilnaður Katy við Russell Brand reyndi mikið á hana. Russell sótti um skilnað síðla árs árið 2011, aðeins ári eftir ævintýralegt brúðkaup þeirra á Indlandi.

SHARE