„Langar mig að halda áfram að lifa?“ – Katy Perry var með sjálfsvígshugsanir eftir skilnaðinn

Katy Perry opnar sig í viðtali við Billboard í þessari viku og segir frá því hvað hún gekk í gegnum erfiða tíma eftir skilnaðinn við Russell Brand og hvernig væntanleg plata hennar PRISM er undir áhrifum frá skilnaðinum.

Katy segir að lagið hennar „By the Grace of God“ sé lag sem hún hafi samið um ástandið sem var á henni stuttu eftir skilnaðinn: „Þetta lag sýnir hversu illa mér leið á vissum tímapunkti. Ég spurði sjálfa mig, vil ég halda áfram? Á ég að halda áfram að lifa?“ segir Katy.

Í laginu „Ghost“ er textinn um það þegar Russell Brand sagði henni að hann vildi skilnað og textinn er svona: „Þú sendir mér skilaboð, það var eins og vindurinn hefði látið þig skipta um skoðun.“

„Öll lögin á plötunni eru skrifuð eftir alvöru augnablikum og ég setti þetta allt í tónlistina. Ég segi aðdáendum mínum að ef þeir vilji vita sannleikann um þetta allt saman verða þeir að hlusta á nýju plötuna,“ segir Katy Perry.

 

SHARE