Langar minna í sætindi – Náttúrulegt fæðubótarefni

Við vitum öll að það er hundleiðinlegt að fara í megrun. Við þurfum ekki einu sinni að ræða það. Maður er svangur og pirraður og langar sífellt í eitthvað yndislega sætt og helst löðrandi í súkkulaði. Sem leiðir síðan til þess að maður gefst upp á megruninni og nælir á skömmum tíma í nær öll kílóin aftur.

Eins og gefur að skilja þá ná ekkert rosalega margir góðum árangri til lengri tíma litið með því að fara í megrun.

Eitt af því sem hægt er að gera til að auka líkurnar á árangri er að styðjast við fæðubótarefni. Ok, nú munu einhverjir hrökkva við, fæðubótarefni hafa ekki alltaf á sér svo jákvæða ímynd. Þau eru hins vegar jafn ólík og þau eru mörg og hafa mismunandi áhrif á líkamann. Sum eru mjög kemísk, ef svo mætti að orði komast, en önnur eru náttúruleg. Eitt af slíkum fæðubótarefnum er Garcinia Cambogia og er 100% náttúrulegt bætiefni.

Hvað er Garcinia Cambogia?

Það er von þú spyrjir, en um er að ræða plöntu sem minnir einna helst á lítið grænt grasker og er ávöxtur þess hluti af daglegri fæðu margra suðaustur-asískra þjóða. Bragðið af ávextinum er frekar súrt en í hýðinu er hátt hlutfall þess sem kallast á fræðimáli hýdroxýsýra (e. Hydroxytic acid), sem er ákveðin tegund af sítrónusýru.

Ég prófaði þetta og ég fann mun á mér, að minnsta kosti borðaði ég minna á milli mála og ásókn mín í eitthvað sætt var ekki jafn mikil. Kannski best af öllu, þá var ég ekki að stelast í ísskápinn á kvöldin en það var svona helsti ósiður minn. Þetta virkaði allavega fyrir mig.

SHARE