Langvarandi notkun á hormónum getur aukið líkur á heilaæxli hjá konum samkvæmt nýrri rannsókn

Dönsk stofnun sem fæst við krabbameinsrannsóknir birti nýlega frétt um að langvarandi notkun á hormónum, sérstaklega ef notað er bæði oestrogen-progestogen geti aukið hættuna á að konur fái heilaæxli.

Talið er að þessi niðurstaða þeirra geti skýrt af hverju algengara er að konur fái heilaæxli en karlar og af hverju tilvikum fer fjölgandi. Konum sem hafa fengið heilaæxli (meningioma) er hættara við að fá krabbamein í brjóst.  U.þ.b. 85% þessara heilaæxla eru góðkynja en valda einkennum eins og höfuðverkjum, flogum, jafnvægistruflunum og heyrnartapi. Áhættan eykst ef þú tekur lyfin lengi og eftir 10 ára inntöku eru 70% líkur á að konur fái heilaæxli.

Konur eru oft settar á hormónameðferð vegna vanlíðan við tíðahvörf.

Dr Sarah Hazell, krabbameinslæknir segir að ákveðin áhætta fylgi þessari hormónameðferð og ættu konur að taka hormóna í eins skamman tíma og þær komast af með.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here