Lasagna með nautahakki – Uppskrift

 Lóly er töfrakona þegar kemur að matseld og við höldum áfram að birta girnilegar uppskriftir frá henni:

Þetta er uppskrift sem er svona algjörlega ekta, einföld ítölsk uppskrift. Svona uppskrift sem maður getur svo aðlagað eftir sínum smekk svo að allir í fjölskyldunni verði glaðir. Stundum set ég eitthvað auka út í eftir því hvað er til í ísskápnum hverju sinni, eins og sveppi, gulrætur eða pepperoni. Þetta er kjötsósa eða bolognese eins og ég lærði að gera hjá mömmu og pabba.

500 gr nautahakk
1 laukur
2 hvítlauksrif
1 msk tómatpurré
1 dós niðursoðnir tómatar
2 msk chillitómatsósa eða önnur tómatsósa
1 poki rifinn ostur
1 stór dós kotasæla
2 msk Dijon sinnep
salt og pipar
2 tsk garam masala
Hvítlaukskrydd
1/2 dós af hvítlauksrjómaosti /piparrjómaostur
Lúka fersk basilika

Saxið laukinn og hvítlaukinn og steikið í olíu á pönnu, kryddið með garam masala og smá hvítlaukskryddi.  Þegar laukurinn er orðinn mjúkur þá bætið þið nautahakkinu út í  og steikið vel og kryddið með salti og pipar.  Bætið síðan út í tómatpúrreé,chillitómatsósunni og niðursoðnu tómötunum og  kryddið vel eftir smekk. Síðan blanda ég yfirleitt svona eins og hálfri dós af hvítlauksrjómaosti út í. Það er voðalega gott að setja basilikuna út í, í lokinn og kannski smá yfir ostinn áður en það er sett í ofninn.

Takið kotasæluna og setjið í skál og blandið út í hana Dijon sinnepinu.

Þá er bara að raða í eldfast mót, byrja á því að setja smá nautahakk í botninn, síðan lagsana plötur og kotasælublönduna.  Endurtaka síðan og enda með því að setja fullt af rifnum osti ofan á . Setjið í 200°C heitan ofn í 30 mínútur.

Mér finnst alltaf gott að vera með hvítlauksbrauð og salat með þessu.

Hér má svo finna heimasíðuna hennar,  Loly.is

 

SHARE