Latex, lífstykki og leður: Pirelli 2015 óður til 50 Grárra Skugga

Pirelli dagatalið er komið á prent og logar af glæsileika; þema ársins 2015 er latex, leður og bindingar í anda erótísku skáldsögunnar 50 Gray Shades – eða Fimmtíu Grárra Skugga eins og bókin útleggst á íslensku og fyrirsæturnar eru valinkunnur hópur glæsilegra kvenna sem allar bera þekkt nöfn.

„The Cal” – Klám ríka mannsins

Örfáir og nafntogaðir einstaklingar í hátískuheiminum fá afhent sérvalin eintök í upphafi nóvember hvert ár og er Pirelli dagatalið, sem kemur út árlega, þannig oftlega kallað klám ríka mannsins með beina vísun í erótískt innihald árlega dagatalsins sem yfirleitt er sveipað dulúð fram á síðustu stundu.

pirelli02

Joan Smalls – Pirelli 2015: Ljósmynd – Steven Meisel 

Pirelli útgefið í örfáum eintökum sem handvaldir einstaklingar fá að gjöf

Eins umtalað og hið árlega Pirelli dagatal er – eru þó fáir sem koma höndum yfir dagatalið sjálft. Pirelli dagatalið er ekki hægt að kaupa í verslunum – það er ekki hægt að panta dagatalið á netinu og eins og segir hér að ofan er dagtalið sent fáeinum útvöldum einstaklingum að gjöf hvert ár, en enginn veit í raun hver fær dagatalið.

Dulúðin að baki Pirelli dagatalinu, sem telur heilar 12 síður er yfirleitt þrungið kynþokka en þykir kærkomið mótvægi við klámfengin dagatöl sem hanga iðulega uppi á dekkjaverkstæðum víða um heim og sýna mörg berbrjósta stúlkur í miður virðulegum frygðarstellingum.

pirelli01

Karen Elson – Pirelli 2015: Ljósmynd – Steven Meisel 

Svipmyndir af útgáfunni árið 2015 láku á vefinn

Þó leka árlega út svipmyndir – örlitlar gægjur og rifur í tjöldin. Svipmyndir af dagatalinu hafa ratað á vefinn og það sem meira er; nokkrar bak-við-tjöldin myndir er að finna á stangli. Pirelli, sem er dekkjaframleiðandi, fagnaði fimmtíu ára útgáfu dagatalsins árið 2013 og þó vafi leiki á því hvort dagatalið sjálft auki á dekkjasöluna er eitt víst; mikill heiður þykir að sitja fyrir á Pirelli dagtalinu og hefur þáttakan markað spor í feril ófárra fyrirsætna.

pirelli03

Gigi Hadid – Pirelli 2015: Ljósmynd – Steven Meisel 

Candice Huffine alfyrsta fyrirsætan í yfirstærð sem prýðir Pirelli

Dagatalið í ár var myndað af ljósmyndaranum Steven Meisel en stílbrigði voru í höndum sjálfrar Carine Roitfeld, sem lagði út í að skapa blætiskennt andrúmsloft og klæddi fyrirsæturnar upp í háglansandi latex, hrátt leður og lífstykki sem svo aftur gefur dagatalinu kynþokkafullan og dómínerandi blæ.

pirelli05

Candice Huffine – Pirelli 2015: Ljósmynd – Steven Meisel 

Candice brýtur blað í sögu Pirelli með þáttöku sinni, en hún er alfyrsta fyrirsætan í yfirstærð sem ljáir dagtalinu andlit sitt og segist hafa skemmt sér konunglega við tökur. Í viðtali við WWD sagði Candice:

Ég er alklædd í latex á ljósmyndum. Ég hef aldrei klæðst latexi áður og reyndar hafði ég heyrt marga segja að það væri ógeðfellt, að latex gerði mann sveittan og að það væri erfitt að anda í svoleiðis fatnaði. En ég var ferlega hrifin af latexklæðnaðinum og núna langar mig í latex-leggings.

Þær Candice Huffine, Adriana Lima, Natalina Vodianova, Raquel Zimmermann, Isabeli Fontana, Sasha Luss, Anna Ewers, Carolyn Murphy, Cameron Russel, Joan Smalls, Karen Elson og Gigi Hadid prýða  dagatalið í ár og eru þær allar í hlutverki dómínerandi kvenna – sem þykir mögnuð sviðsuppsetning ef taka á mark á því æði sem rann á heimsbyggðina þegar 50 Gray Shades þríleikurinn rataði fyrst í bókaverslanir og svo á hvíta tjaldið.

Hér má sjá hrífandi ágrip af sögu Pirelli dagatalsins undanfarin 50 ár:

 

SHARE