Þrálátur orðrómur þess efnis að leikkonan Lindsay Lohan sé ófrísk hefur verið á kreiki í allt sumar. Nú hefur móðir leikkonunnar hins vegar stigið fram og sagt að þessi orðrómur sé frá Lindsay sjálfri kominn. Dina, móðir Lindsay Lohan, segir að leikkonan hafi logið til um óléttu til þess eins að hefna sín á fyrrum unnusta sínum, Egor Tarabasov.

Sjá einnig: Lindsay Lohan nýtur lífsins á Ítalíu

36A4EEB100000578-0-image-m-75_1470218058998

Samkvæmt Dina hefur Lindsay átt afar erfitt síðan sambandi hennar við Egor lauk og vildi hún víst fátt annað en að bæði hefna sín á honum og gera hann afbrýðissaman. Þannig varð þessi þráláti orðrómur til til þess að byrja með.

Egor og Lindsay hættu saman fyrr á árinu eftir að hún sakaði hann um framhjáhald.

SHARE