Laukpakora

Þessi uppskrift mun láta þig fá vatn í munninn. Hún kemur auðvitað frá Allskonar.is

Laukpakora 6- 8 stk

 • 2 laukur, sneiddur fínt
 • 6 msk hveiti
 • 1 msk sinnepsfræ
 • 2 tsk turmerik
 • 2 tsk cuminfræ
 • 1 tsk chiliflögur
 • vatn
 • olía

Undirbúningstími: 2 mínútur

Eldunartími: 10 mínútur

Þurrristaðu á pönnu sinnepsfræin og cuminfræin þar til þau poppa, í um 30 sekúndur. Settu í skál. Bættu við 4 msk af hveiti ásamt turmerik og chiliflögum. Settu örlítið vatn í blönduna og hrærðu, þetta á að vera frekar þykkt, eins og hafragrautur.

Sneiddu laukinn í þunnar sneiðar og settu út í, blandaðu vel saman. Stráðu nú afgangnum af hveitinu yfir og hrærðu vel. Þú gæti þurft meira hveiti til að þetta haldist nokkurnveginn saman.

Settu olíu í pönnu, rúmlega botnfylli. Taktu með skeið laukdeigið og settu í olíuna, lummustærð í hverja bahji. Grunnsteiktu á sitt hvorri hliðinni þar til gullinbrúnt. Settu á eldhúspappír til að láta olíuna renna af þegar tilbúið.

Súrmjólkur raita

 • 2 dl súrmjólk
 • 5-8 cm gúrka, fræhreinsuð
 • 3 msk mynta, fínsöxuð
 • 1 hvítlauksrif, marið

Fræhreinsaðu og skerðu gúrkuna í litla bita, settu myntuna og hvítlaukinn út í og súrmjólkina yfir. Blandaðu vel saman.

Endilega smellið einu like-i á Allskonar á Facebook.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here