Lax með mangóchutney, pistasíuhnetum og kóríander

4 laxabitar
Safi úr einni límónu
Sjávarsalt
Nýmalaður ferskur pipar
2 dl mangóchutney
1 rautt chilialdin, fræhreinsað og saxað smátt
2-3 msk pistasíuhnetur
Ferskt kóríander, saxað

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Setjið fiskinn í eldfast mót, dreypið límónusafanum yfir og kryddið sem salti og pipar.

Smyrjið mangóchutney jafnt yfir flökin, dreifið chilipiparnum yfir og stráið því næst hnetunum yfir.

Bakið í 15-20 mínútur, eða þangað til fiskurinn hefur eldast í gegn.

Stráið kóríander yfir og berið fram með fersku salati og hrísgrjónum.

Fyrir 4

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here