Leiftursnögg viðbrögð kattar bjarga lífi litla drengsins – Myndband

Það er stórmerkilegt að skoða viðbrögð heimiliskattarins í myndbandinu hér að neðan eru – þegar vesalings litli drengurinn sem leikur sér á hjólinu sínu – verður fyrir tilefnislausri og grimmilegri árás hundar, sem gengur laus í hverfinu. Þessi atburður átti sér stað í Bakersfield, Kaliforníu fyrir skömmu en það er móðir litla drengsins sem á myndbandið og deildi því á YouTube.

Dýrin skynja langtum meira en við mannfólkið viljum oft kannast við, en það er einungis fyrir árverkni heimiliskattarins sem er í eigu fjölskyldunnar að ekki fór verr. Drengurinn hlaut djúp bitför á útlimi, en er á batavegi og hundinum hefur verið komið fyrir í varðhaldi, en líklegt þykir að hann verði aflífaður sökum grimmilegra áverkanna sem hann veiti barninu að tilefnislausu.

Eins og sjá má á myndbandinu gerist árásin svo leiftursnöggt að barnið getur ekki varist óðum hundinum, en heimiliskötturinn með viðbragðsflýti sínum bjargaði að öllum líkindum lífi drengsins.

 

Foreldrar, gætum vel að börnum okkar við leik úti við – þetta er MAGNAÐ myndband: 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”C-Opm9b2WDk”]

SHARE