Leita að ábyrgum og góðum eigendum handa yndislegri tík!

Aldís Amah Hamilton birtir eftirfarandi færslu á Facebokk. Hún er að leita að góðum, ábyrgum eigendum handa yndislegri, eins og hálfs árs gamalli tík:

Kæru facebook vinir. Þetta er ólýsanlega erfitt en ef þið gætuð hjálpað mér að dreifa þessari mynd til að finna nýja góða eigendur handa yndislegu stelpunni okkar væri það vel þegið… Áhugasamir geta sent mér email eða message hér á facebook og AÐEINS ábyrgir eigendur sem við teljum að geta gefið henni alla ástina og það sem hún þarf koma til greina 

Apríl (Stjarna) er eins og hálfs tík, líklegast blönduð af Border Collie/íslenskum og hugsanlega Belgískum Schaefer. 

Hún hefur verið besta vinkona mín síðustu mánuði en vegna óviljugra breyttra húsnæðisaðstæðna má hún ekki vera í íbúðinni.

Apríl er fyrst og fremst blíð og hjartahlý. Orkumikil og ofsalega leikin, sérstaklega við börn og aðra hunda (hún á þó til að gelta á þá ef hún fær ekki að hitta þá). Henni fylgir því slatti af dóti, ból og ólar. 

Hún er mjög hlýðin, svarar kalli, kann að sitja, liggja, biðja (beg/sit pretty), heilsa og er að læra að vera kyrr, “fara fram” og labba við hæl.
Hún er líka ofsalega gáfuð og er fljót að taka við skipunum.

Hún hefur verið svoldið lítil í sér, líklega vegna þess að hún fannst á ráfi ein og fékk að dúsa hjá hundafangara fram á síðasta dag (þegar við tókum hana í fóstur í stað lógunar). Til að byrja með á hún því erfitt með allan aðskilnað en hún á auðvelt með það núna og getur verið heima í fleiri klukkutíma ein. Hún þarf mikið klapp og knús og elskar að kúra hvenær sem er.

Það er svo margt meira sem hún er sem ekki er hægt að lýsa nema með því að eyða tíma með henni en hún veldur engum vonbrigðum.

Við vonum að einhver þarna úti geti gefið henni gott og öruggt heimili, það skemmir ekki ef hún fær garð til að leika sér í eða að vera uppí sveit.

Og ef pössun vantar handa henni þá má alltaf hafa samband við okkur, ena það er skiljanlega engin skilyrði. 
Nafn: Aldís Amah Hamilton 
Netfang: aldis13@lhi.is 

Kærar þakkir!

SHARE