Lena Dunham tjáir sig um baráttu sína við kvíða og árátturöskun

Leikkonan Lena Dunham skaust upp á stjörnuhiminninn þegar þættirnir Girls hófu göngu sína á HBO árið 2012, en Lena er bæði höfundur þáttanna ásamt því að fara með aðalhlutverkið í þeim.

Nýjasta verkefni Lenu er samansafn persónulegra ritgerða eftir hana sjálfa sem teknar voru saman og gefnar út í bók sem ber nafnið Not That Kind of Girl. Í bókinni tjáir hún sig um baráttu hennar við kvíðaröskun og áráttu- og þráhyggjuröskun sem barn, en hún segist enn þann dag í dag vakna með einhvern kvíða.

It’s like, Oh, you again? I really love my life, but I´ve kind of worn anxiety grooves into my brain. It just doesn´t always sound good in there.

Lena talar einnig um það í bókinni hvernig að óánægja hennar með líkamann sinn hafi spilað inn í kvíða- og þráhyggjuröskunina. Þær pælingar fóru að láta kræla á sér eftir að hún kláraði háskóla en þá hugsaði hún með sér að líklegast myndi engin vilja ráða hana þar sem hún væri feit. Tók þá við tímabil þar sem hún takmarkaði fæðu inntöku, reykti mikið og drakk hægðalosandi te og kaffi. Maginn á henni þoldi þetta ekki lengi en hún endaði upp á spítala fyrr en varði þar sem hún var með svo mikla magaverki.

Hugarfar Lenu breyttist þó til hins betra þegar hún kynntist kærastanum sínum, Jack Antonoff þar sem hann stóð statt og stöðugt við bakið á henni. Með árunum hefur viðhorf hennar til matar þróast yfir í það að hún álítur fæðu vera mikilvæga orku fyrir líkamann.

Til að kynna bókina sína hefur Lena tekið að sér að gefa nokkur góð ráð fyrir ungt fólk á Youtube.


 

SHARE