Leonardo DiCaprio er á lausu – endar enn eitt sambandið

Fregnir herma að stórleikarinn Leonardo DiCaprio hafi endað samband sitt við 22 ára fyrirsætuna Toni Garrn samkvæmt Us Weekly. Parið sló sér upp í maí í fyrra en hefur þó látið lítið á sér bera í fjölmiðlum.

Sem dæmi hafa þau aldrei sést ganga saman á rauða dreglinum á opinberum uppákomum.

Sambandið er talið hafa endað í kjölfarið á að leikarinn, sem er orðinn fertugur, sást yfirgefa næturklúbb í Miami ásamt yfir 20 konum í einkapartí.

Leonardo DiCaprio hefur áður verið orðaður við að „deita“ fyrirsætur á borð við Kristen Zang, Emma Miller, Gisele Bundchen, Bar Refaeli og Erin Heatherton. Hann átti í ástarsambandi við fyrirsætuna Blake Lively sumarið 2011 en hún er giftist síðar Ryan Reynolds og gengur nú með þeirra fyrsta barn.

Er Leonardo DiCaprio svona óheppinn í ástarmálum eða er hann kannski ekki að leita sér að konu fyrir lífstíð?

Hann er allavega á lausu stelpur!

leonardo-dicaprio-le-16-aout-2014-a-laguna-beach-454392_w1000

Tengdar greinar:

Leonardo DiCaprio eldist vel

Rúmdýnur sem líkjast frægum

Þínar uppáhalds stjörnur – þá og nú

SHARE