Leonardo DiCaprio: Keypti Chanel-tösku handa mömmu á eina & hálfa milljón

Leonardo DiCaprio er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes, líkt og flestar aðrar stórstjörnur. Á mánudagskvöld fór fram góðgerðaruppboð á vegum Heart Fund og var þar meðal annars boðin upp forlát Chanel-taska. DiCaprio sveifst einskis til þess að eignast töskuna og yfirbauð meðal annars hótelerfingjann góðkunna, Paris Hilton. Þegar Leo fékk töskuna afhenta sagði hann uppboðshöldurum að hún væri handa mömmu hans, Irmelin.

Sjá einnig: Leonardo DiCaprio leitar að ástinni: Vill ekki fræga konu

28E0945900000578-3088706-It_s_for_you_sir_Leo_DiCaprio_made_the_winning_10_000_euro_11_14-a-40_1432084060728

DiCaprio tekur glaður á móti töskunni góðu.

Sjá einnig: Leonardo DiCaprio: Fúlskeggjaður með hárið í snúð

SHARE