Leonardo DiCaprio kominn með kærustu

Leonardo DiCaprio og Nina Agdal voru saman í stuttan tíma árið 2014 en þá sáust þau mikið úti á lífinu í New York.

 

Leonardo hefur verið orðaður við margar stúlkur seinustu misseri en nú virðist sem hann og Nina séu að stinga saman nefjum aftur. Til þeirra sást þar sem leikarinn og Nina voru að snæða kvöldverð á The Crow´s Nest í Montauk í New York um seinustu helgi. Þau deildu meira að segja með sér sígarettum og sátu við sömu hlið á borðinu. Leonardo á meira að segja að hafa haldið utan um Nina nokkrum sinnum þetta kvöld og þau hafi verið frekar innileg.

Birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans.

SHARE