Lét húðflúra á sig magavöðvana

Það eru margir að reyna að vera með fullkominn líkama og eru stöðugt að reyna að vera massaðari, grennri, tónaðri eða hvað sem er.

Dean Gunther er húðflúrari í Manchester og fékk athyglisvert verkefni inn á borð til sín. Til hans kom maður sem vildi láta húðflúra á sig „þvottabretti“ eða „six pack“ eða hvað það er sem fólk kallar þetta.

Hann sagðist vera búinn að reyna allar aðrar leiðir og væri búinn að gefast upp.

Dean varð auðvitað að bregðast við þessu og teiknaði upp þetta listaverk á kvið mannsins.

Eftir tveggja daga vinnu varð það úr að maðurinn er kominn með hið langþráða þvottabretti og sagðist sjálfur vera tilbúinn á ströndina.

Hér má sjá myndband sem Dean setti inn á TikTok.

@dean.gunther

How to get a 6 pack in 2 days! you tattoo it!my bro was tired of spending hours in the gym, so I gave him a 6 pack tattoo, ready for summer. enjoy#6packtattoo #cosmetictattoos#tattoos#viral#fyp#6pack#6packabs

♬ Low Down – venbee & Dan Fable
SHARE