Leyfðu fréttamanni og ljósmyndara að fylgjast með lífi sonar síns sem þjáðist af genagalla

Haustið 2007 fengu hjónin T.K. og Deidrea Laux að vita að þau ættu von á sínu fyrsta barni í júní 2008. Þegar kom að því að fá vita af hvaða kyni barnið væri kom þá í ljós að ekki var allt með felldu.

Eftir að búið var að rannsaka barnið betur lágu þær niðurstöður fyrir að hið ófædda barn, sem var drengur var með genagalla kallaðan Trisomy 13. T.K.. Deidra var gert grein fyrir því að drengurinn þeirra myndi ekki lifa lengi eftir að hann kæmi í heiminn en þau tóku þá ákvörðun að Deidra myndi klára meðgönguna og koma drengnum í heiminn.

Í von um að hjálpa öðrum fjölskyldum í sömu aðstæðum og þau ákváðu að leyfa fréttamanni og ljósmyndara The Dallas Morning News að fylgjast með meðgöngunni og þá daga sem drengurinn þeirra sem fékk nafnið Thomas lifði.

SHARE