Tími litlu jólanna. Það getur verið erfitt að gefa gjöf sem kemur frá hjartanu þegar maður veit ekki hver nákvæmlega mun fá hana, en ég held að það sé nokkuð öruggt að veðja á að allir yrðu ánægðir með að fá þessa gjöf.

Endurnýtt krukka, smá jólaskraut keypt á útsölu, og helmingur af jólakúlu keypt í Tiger. Ég málaði lokið á krukkunni og notaði svo gróft salt til að búa til vetrarumhverfi. Ég spreyjaði inn í kúluhelminginn með gervisnjó og festi hann ofan á krukkulokið með límbyssunnu. Í krukkuna setti ég svo kakó og sykurpúða, og bætti svo við 2 piparmyntustöfum til að hræra í kakóbollanum. Svo þarf viðtakandinn bara að láta mjólk og innihald krukkunnar í pott, hita og njóta ljúfengs kakóbolla. Hlýrri verða gjafirnar ekki.

SHARE