Líður barninu þínu sem það skipti ekki máli?

 Flest þekkjum við það sem foreldrar að segja við börnin okkar „ekki núna, ég er upptekin”. Mismunandi ástæður eru fyrir því hvers vegna við erum upptekin, hvort sem það er vinna, ræktin, heimilisstörf eða annað. Alltaf er jafn leiðinlegt að neita börnunum sínum þó svo það sé stundum óhjákvæmilegt. Hér á eftir eru 5 atriði til að láta börnin finna að þau séu sérstök í okkar augum og að við séum alltaf til staðar þó svo við höfum kannski ekki alveg tíma akkúrat núna.

 

1. Útskýrðu hvernig og af hverju, en þó eins og þau skilja vegna aldurs. Því eldri sem börnin eru því betur skilja þau að foreldrarnir hafa öðrum skyldum að gegna en bara að sinna þeim. Oft gefum við börnunum okkar ekki nóg “credit” fyrir hversu skilningsrík þau geta verið. Einnig hafa börnin þá tækifæri til að spurja spurninga sem þau kunna að hafa um málefnið.

2. Biðjið um aðstoð. Börnum getur alveg fundist gaman að fá að hjálpa og það er gott fyrir þau að fá að sjá að foreldrarnir eru ekki fullkomnir og að þeir þurfi líka hjálp stundum. Einnig er stundum nauðsynlegt að fá aðstoð annars staðar frá inn á heimilið, fá einhvern til að hjálpa til með börnin svo þið vitið að það sé hugsað vel um þau og þið komið þá örugglega meiru í verk ef þið hafið ekki áhyggjur af krílunum ykkar.

3. Nýtið allan þann tíma sem þið mögulega getið. Gefið knús eins oft og hægt er og jafvel extra langt, borðið saman kvöldmatinn því það getur verið æðisleg gæðastund og breiðið yfir börnin ykkar á kvöldin. Öll þessi atriðið er eitthvað sem ekki þarf að taka langan tíma en eru svo mikilvæg fyrir börnin og fyrir tengslamyndun foreldra og barna.

4. Notaðu hugmyndaflugið til að sýna væntumþykju. Marga litla hluti er hægt að nýta til að sýna börnunum hversu mikið við elskum þau. Þar er sem dæmi hægt að setja miða í nestisboxið, skrifa skilaboð í skóladagbókina, gefa extra löng knús og svo miklu fleira.

5. Bætum þeim fjarveru okkar upp. Um leið og tækifæri gefst, planið dag þar sem ekkert verður gert nema samvera með börnunum. Það skiptir ekki máli hvað er gert, bara að þið séuð saman og athyglin er á þeim því samvera er það sem börn þrá sem mest.

 

 

SHARE