Leikaraparið Liev Schreiber og Naomi Watts hafa ákveðið að skilja eftir 11 ára samband. Þau gáfu út sameiginlega tilkynningu um sambandsslit sitt:

Síðustu mánuðina höfum við komist að þeirri niðurstöðu að besta leiðin okkar áfram sem fjölskylda er að við förum í sitthvora áttina sem par. Með mikilli ást, virðingu og vinskap í hjörtum okkar hlökkum við til að ala börn okkar upp saman og skoða þetta nýja tímabil í sambandi okkar.

Þrátt fyrir að við kunnum að meta forvitni ykkar og stuðning, biðjum við fjölmiðla að taka tillit til barna okkar og virða rétt þeirra til einkalífs.

Sjá einnig: SAG 2015: Naomi Watts hrasar á sviðinu

Þau hafa verið saman frá árinu 2005 og eiga tvo syni saman, sem þau hyggjast ala upp saman, en þónokkrir hafa sagt að Angelina Jolie og Brad Pitt ættu að taka þau sér til fyrirmyndar.

 

naomi-watts-600x450

SHARE