Lífið hefur kennt mér að lifa

Ef það er eitthvað sem ég hef lært á þessu ferðalagi sem lífið er, er það að framkvæma í stað þess að fresta þangað til seinna.

Ég hef lært það að seinna er ekkert öruggt og núið er þessi eina stund sem við eigum, eitt augnablik í einu. Þannig er það bara og með því að fresta eins og ég gerði, var með allskonar heimatilbúnar hindranir sem gerðu mér kleift að fresta öllu. Til dæmis notaði eg mjög mikið börnin mín ég ætlaði að fresta hinu og þessu þar til þau yrðu stór og það gerði ég, fresta þangað til ég ætti meiri peninga, eða ég yrði orðin grennri, eða þegar rétti tímin kæmi! Uhhhh… eins og rétti tíminn bara bankaði í öxlina á mér og segði hæ nú er rétti tíminn, það er engin réttur tími.

Skemmtilegustu minningar mínar urðu einmitt til við það að framkvæma, ég hef ferðast til staða sem mig óraði ekki fyrir að heimsækja, ég hef kynnst fólki sem er dásamlegt, ég hef lært eitthvað sem ég hefði aldrei átt von á að læra.

Með öðrum orðum ég hef lifað lífinu til fulls með því að framkvæma og vera í núinu.

Líf mitt hefur einkennst af allskyns stórum og erfiðum verkefnum alveg frá því ég kom inn í þennan heim, ólst upp við alkahólisma í umhverfi sem var mjög lasið og engu barni hollt, hef fylgt frumburðinum mínum til helvítis og til baka þar sem hann er fíkill ( óvirkur í dag) og stutt mannin minn í barráttunni við krabbamein síðustu 23 ár.

Þessi verkefni hafa æði oft beygt mig en aldrei alveg brotið en þau hafa þroskað mig á þann hátt að í dag veit ég að lífið er einn dagur í einu og ef ég framkvæmi ekki þá upplifi ég ekki né skapa minningar.

Lífið er núna og manneskjan gerð til að upplifa.

SHARE