Lifið og lærið allt lífið

Ég hef nýtt mér dáleiðslu til stuðnings við breytta hegðun með mjög góðum árangri. Þetta meðferðaform heillar mig algerlega og trú mín á því er alger.

Ég hætti að reykja með aðstoð dáleiðslu, fékk aðstoð við einbeitningu fyrir próf í Háskólanum með dáleiðslu, breyttar matarvenjur og að sefa áföll.

Þetta form hefur algerlega gert kraftaverk í mínu lífi.

Í dag er orðið algengt að fagfólk í hinum ýmsu stéttum nýti dáleiðslu sem meðferðarform sem dæmi má nefna að sálfræðingar, Lækna, hjúkrunarkonur, meðferðaraðilar sem vinna með fíknisjúkdóma. Eflaust eru það fleiri stéttir en ég veit um aðila í ofantöldum stéttum sem nýta ser dáleiðslu sem meðferðaform.

Nú er ég sjálf að takast á við allskonar í lífinu og er í sjúkraleyfi frá vinnu þar sem ég er að byggja mig upp svo ég verði betri starfskraftur að endurhæfingu lokinni. Eitt af því sem ég ætla að gera til þess að byggja mig upp er að bæta við mig námi, nám er jú hluti af geðorðunum 10 og þessi endurhæfing gefur mér tækifæri til þess að bæta við mig.

Mig hefur lengi alla vega í 3 ár langað að læra meðferðardáleiðslu og ég ætla að skella mér í grunnnámið sem ég sá auglýst hjá Dáleiðsluskóla Íslands.

Setti inn link fyrir þá sem eru hugsanlega áhugasamir og vilja skella sér í námið með mér 🙂 en það er bara vika í að það hefjist svo elta drauminn núna strax.

Mig hlakkar til að hefja þessa vegferð og mun klárlega leyfa ykkur lesendum að fylgjast með.

Lifið og lærið allt lífið.

SHARE