Lífið og leiðir til að bæta það í verndareinangrun

Nú þegar þetta undarlega Covid ástand varir hafa flestir ef ekki allir þurft að breyta lífi sínu á einhvern hátt. Mig langar að gefa ykkur innsýn inn í þær breytingar sem ég hef upplifað sem maki manns sem er í mikilli áhættu.

Maðurinn minn er með minnst 2 tegundir af krabbameini og það er dreift víða um líkaman en nokkur meinvörp eru í lungum og það er ógnvænlegt til þess að vita nú á meðan þessi veira gengur yfir heiminn.

Fljótlega eftir að þessi veira mætti til Íslands tók ég ákvörðun í samráði við sérfræðinga á krabbameinssviði að færa mína vinnu heim, það er að segja reyna það. Ég vinn sem meðferðaraðili er með margskonar meðferðir bæði viðtals, dáleiðslumeðferðir og allskonar námskeið og fræðslu svo í starfi mínu hitti ég allskonar fólk.

Ég startaði mér sem sjálfstæðum atvinnurekanda í janúar 2019 og náði á því ári að byggja upp og eignast það sem þarf að eiga fyrir starfsemina, það var nóg að gera og ég með afskaplega gott fagnafn þarna úti enda geri ég þær kröfur á mig að vera fagaðili alla leið. Þar sem allt blómstraði og ég þurfti að stækka við mig húsnæði þá leigði ég bjart og fallegt húsnæði og hækkaði rekstrarkostnaðinn minn ca 50 % en það var allt í lagi það gekk vel og ég hafði nóg að gera.

Svo skall þessi veira á heiminn og kom til Íslands ég setti líf og heilsu mannsins míns á vogaskálarnar og ákvað að það væri nr 1 í mínu lífi að vernda hann. Fór heim og er enn að leita leiða til að glæða starfsemina í gegnum netið. Blessunarlega er ég eð ákveðna fasta pósta og það er alltaf að aukast að fólk nýti sér netþjónustuna. Svo ég næ að hafa fyrir húsaleigunni á atvinnuhúsnæðinu og fyrir það er ég þakklát svo ég sleppi tökunum á þessu og horfi fram á við, veit að þegar veiran er farinn þá mun allt glæðast aftur af því ég er mjög góð í því sem ég geri.

Mér fannst erfitt til að byrja með að vera í þessari innilokun en þar sem ég vinn sem meðferðaraðili og hef menntað mig í allskonar aðferðum sem gagnast til þess að takast á við sjálfið þá áttaði ég mig á því að ég varð að bregðast við strax og skapa rútínu mitt í allri ógninni.

Hér koma nokkrir fastir punktar:

Ég fer á fætur á morgnana og byrja á að fá mér góðan kaffibolla og morgunverð, geri þessi hefðbundnu morgunverk.

Svo er það 25 mín hugleiðsla, við hjón ákváðum að fara að stunda qigong og notuðum kennslumyndband af youtube svo það er gert á hverjum morgni.

Linkur á qigong: youtube.com/watch?v=cwlvTcWR3Gs&t=9s fyrir þá sem vilja prófa.

Eftir þessi verk er það yfirleitt smá vinna hér á hun.is ef ekki þá er sú vinna seinnipartinn.

Annað hvort er farið í gönguferð eða hjólað á þrekhjóli.

Kl 14 er alltaf horft á upplýsingafund

Ég mála eða skrifa, les eða glápi á þátt.

Kvöldmatur og svo sjónvarpstími eða kanski bíltúr.

Nú svo auðvitað tekur maður í hefðbundinn heimilisstörf eftir þörfum.

Fyrir okkur sem eru 2 saman 24 tíma sólahrings er mikilvægt að gefa hvort öðru líka næði til einveru hér heima, sitja í þögn.

Nú svo er skemmtilegt að taka facetime með vinkonum og fjölskyldu, gaman að fá símtöl og hringja í fólk, þannig að maður tekur upp allskonar skemmtilegt líka. Því ma segja að þessi einangrun sé á margan hátt góð þó hún sé oft erfið, við förum ekkert nema út í náttúruna. Pöntum allt af netinu en förum ekki í búðir.

Eitt sem gagnast mjög vel er að hafa einhverja fasta punkta og þá punkta sem gefa þér einhverja andlega og líkamlega næringu.

Það eru 5 undirstöðuatriði sem þurfa að vera í lagi svo manneskjan geti stuðlað að jafnvægi í eigin lífi:

Svefn, slökun, matarræði, hreyfing og félagslegi þátturinn. Reyna að hafa alla þessa þætti eins góða og hægt er á meðan veiran gengur yfir.

Ég trúi því að með þakklæti í hjarta og trú á betri tíð þá munum við komast betur út úr þessu.

www.kristinsnorra.is

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here