Lífræn vara beint frá bónda versluð á Netinu

“Við verslum hér af því okkur finnst þetta þægilegt og þetta klárast alltaf áður en næsta sending kemur,” segir ánægður viðskiptavinur Græna hlekksins sem rekur markaðinn Bændur í bænum á Ártúnsholtinu og netverslunina graenihlekkurinn.is. Þar er að finna úrval lífrænna matvæla beint frá bónda.

Græni hlekkurinn er sölu- og dreifingarfyrirtæki með lífrænar afurðir sem selur fyrst og fremst afurðir beint frá íslenskum framleiðendum ásamt því að flytja inn lífrænar vörur frá hollensku fyrirtæki. Í netversluninni getur fólk annaðhvort skráð sig í áskrift eða verslað eftir þörfum.

Grænmeti í áskrift gefur fólki kost á að panta það sem er til hverju sinni einu sinni í viku og nálgast síðan vöruna sjálft vikulega. Um þrjá afhendingarstaði er að ræða: Bændamarkaðinn í Nethyl Ártúnsholti, Olís Gullinbrú eða Olís Selfossi. Allt eftir hentugleika hvers og eins. Græni hlekkurinn sendir líka hvert á land sem er þannig að þjónustan er ekki síður fyrir fólk búsett á landsbyggðinni, sem getur með þessu móti fengið glænýja og ferska lífræna vöru beint frá bónda án allrar fyrirhafnar.

Ljósmynd: Sölufélag garðyrkjumanna.

SHARE