Lífrænt bananabrauð – Uppskrift

lífrænar máltíðir

Þú heldur kannski að það sé erfitt að byrja daginn með lífrænum morgunverði en sannleikurinn er sá að það sáraeinfalt.  Þú gætir t.d. fengið þér ávexti, jógúrt, brauð, morgunkorn, egg og/eða klatta svo að eitthvað sé nefnt sem hægt er að fá lífrænt ræktað. Þú átt eftir að verða hissa ef þú og fjölskyldan eruð nýbyrjuð að spá í lífrænan morgunmat að hann er ekki síður gómsætur en það sem þið borðuðuð áður.

lífrænt banana kryddbrauð 

1 hleifur

Leyndarmálið í þessu bragðgóða brauði er  kryddið. Berið brauðið fram með lífrænum ávöxtum og jógúrt eða með lífrænu eggi.

Efni:
1/2 bolli lífrænt, ósaltað smjör
1/2 bolli lífrænn púðursykur (þjappið sykrinum í bollann)
2 lífræn egg
4 litlir, þroskaðir lífrænir bananar, (marðir) small ripe organic bananas, mashed
1/2 tsk matarsóti
1 matsk heitt vatn

1 bolli lífrænt hveiti
1 bolli lífrænt heilhveiti
2 tsk allrahanda (eða kanill )
2 tsk lyftiduft
1/8 tsk salt
1 bolli saxaðar valhnetur

Aðferð:
1. Hitið ofninn upp í 180˚ C og berið feiti innan í venjulegt formkökuform.

2. Hrærið saman í stórri skál: smjöri, sykri og eggjum ( setjið eitt egg í einu út í). Bætið krömdum banönum út í og blandið vel. Leysið matarsótann upp í heita vatninu og látið saman við hræruna.

2. Blandið þurrefnum saman í skál og látið út í smjörhræruna, hrærið vel. Síðast eru hneturnar settar út í deigið.

3. Hellið deiginu í formið og bakið í 45-60 mín eða þangað til prjónn sem stungið er í brauðið kemur út þurr.

SHARE