Líkamsleifar barns í fötu inni í skáp

Foreldrar þriggja ára gamallar stúlku, Rebecka Zavala, hafa verið ákærð fyrir morðið á dóttur sinni. Líkamsleifar stúlkunnar fundust í fötu á heimili fjölskyldunnar, í Texas, á fimmtudag.

Þau Gerardo Zavala-Loredo (32) og Monica Yvonne Dominguez (37) eru kærð fyrir að fara illa með lík og að eyðileggja sönnunargögn. Monica er einnig kærð fyrir vanrækslu á barni sínu en talið er að Rebecka hafi drukknað í baði eftir að hafa verið skilin ein eftir.

Sjá einnig: Myrti eiginkonuna, ófætt barn og tvær dætur

„Rannsóknarteymið er að greina líkamsleifar sem fundust í fötu inni í svefnherbergisskáp,“ segir yfirmaður lögreglunnar.

Fjögur önnur börn eru á heimilinu en þau eru á aldrinum 1- 11 ára og hafa þau verið send í fóstur.

 

SHARE