Lindsay Lohan – “Ég er fíkill!”

Lindsay Lohan kom fram í þætti Oprah Winfrey í gær og ræddi um fíknina. Lindsay hélt því fram að hún væri edrú og sæi eftir gjörðum sínum.

Oprah er ekki hrædd við að spyrja erfiðra spurninga og spurði hana meðal annars um fíkniefnanotkun og foreldrana, Michael og Dinu Lohan sem eru ansi skrautleg bæði tvö.

Lindsay hefur margoft farið í meðferð en hún segir að í þetta skipti sé henni alvara. Hún segir að hún sé loksins tilbúin að þiggja hjálpina sem henni býðst og að hún hafi játað sig sigraða, hún þurfti hjálp!

Ég er fíkill
Lindsay viðurkenndi fúslega í fyrsta sinn opinberlega að hún væri fíkill. Það er jú fyrsta skrefið rétta átt en hún segir að áfengi sé hennar stærsta vandamál. Hún segir að áfengisneyslan hafi á endanum leitt sig út í fíkniefnaneyslu. Lindsay segist hafa tekið kókaín 10-15 sinnum á ævinni. Hún segir að hún hafi aldrei verið hrifin af kókaíni en það hafi gert það að verkum að hún gat haldið sér vakandi lengur og drukkið meira áfengi.

Átti erfiða æsku
Lindsay viðurkenndi að hún hefði ekki átt auðvelda æsku en hún segir að foreldrar sínir séu ekki fullkomnir og að æska hennar hafi ekki alltaf verið auðveld. Hún kennir foreldrum sínum þó ekki um mistök sín og segist bera ábyrgð á gjörðum sínum.

Lindsay grét í viðtalinu en segist vera staðráðin í því að halda sig á beinu brautinni.

 

SHARE