Lindsay Lohan óttaðist um líf sitt

Lindsay Lohan hætti nýlega með milljónamæringnum Egor Tarabasov og það eru engar líkur á að þau muni nokkurntímann taka saman aftur. Lindsay var í viðtali hjá Channel One, sem er rússnesk sjónvarpsstöð. Þar sagði hún frá því að hún hefði slitið trúlofuninni við Egor vegna þess að hún var farin að óttast um líf sitt.

 

Sjá einnig: Lindsay Lohan slæst við unnusta sinn

Fram hafa komið myndbrot þar sem Egor sést tuska Lindsay til og frá og samkvæmt Lindsay var þetta alls ekki eina skiptið sem þetta gerðist. Hann braust inn heima hjá henni, tók hana hálstaki og Lindsay segist hafa verið mjög óttaslegin. Þegar hún hringdi á lögregluna og öskraði af öllum kröftum: „Hann er að reyna að drepa mig, hringið á lögregluna!“.

SHARE