Lindsay Lohan til starfa á leikskóla

Lindsay Lohan (28) er á seinasta séns með að vinna samfélagsþjónustu sína því ef hún gerir það ekki, endar hún í fangelsi. Lindsay mun starfa á leikskóla og hefja störf í dag í Duffield Children´s Center in Fort Greene í Brooklyn.

Sjá einnig: Listinn yfir fræga menn sem Lindsay Lohan hefur sofið hjá – Myndir

Lindsay hefur bara unnið 9 klukkustundir og 45 mínútur af samfélagsþjónustunni sem hún var dæmd til að vinna, en hún á eftir að vinna rúmlega 125 klukkustundir í viðbót fyrir 28. maí. Hún hefur nú þegar fengið tímann lengdan einu sinni og ekki líklegt að hún fái að framlengja aftur. Hún hefur líka fengið að vinna hluta af þessari vinnu frá íbúð sinni í London en þá var hún að birta færslur fyrir góðgerðarsamtök á Facebook.

 

SHARE