Listin að gera ekki neitt

Þessi listi kom frá Kötu vinkonu og ég verð að játa að þetta langar mig að prófa. Því ég heyri líka oft sagt:

AF HVERJU GERIR ÞÚ EKKI NEITT?

Frá Kötu:

Oft heyri ég sagt „af hverju gerir þú bara ekki neitt?“ hvað er þetta ekki neitt? og þá kemur þú veist… liggja upp í sófa og horfa á góða bíómynd eða þátt, út að ganga, hugleiða, jóga það er svo mikið í tísku núna, sund, sofa, borða góðan mat eða lesa bók… ok, ég skil… við skulum prófa það!

09:00  Vakna, nokkuð vel útsofin
10:00  Egg, beikon og amerískar pönnukökkur
11:00  Komin í sund, tek nokkrar ferðir og svo beint í pottinn, þann kalda líka
12:30  Boost, létt og gott í maga
13:30  Skellti mér á bókasafnið, beint í barnabókmenntirnar og sá strax bók sem mér hugnaðist, las hana alla og hló meira að segja upphátt!
16:00  Hitti vin á kaffihúsi og tók hláturjóga
18:30  Eldaði dýrindis spagettí og naut þess að vera með fjölskyldunni
20:00  Uppí sófa að horfði aftur á myndina Untouchable
22:45  Að lokum náði ég mér í hugleiðsluapp sem ég sofnaði útfrá

já, þetta mun ég pottþétt gera aftur! Naut þess í botn að gera ekki neitt 😉
Takk fyrir góð ráð, Kata

SHARE