Lítil stelpa bað Michelle Obama um vinnu fyrir föður sinn – Myndband

Forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, hélt á dögunum upp á árlegan viðburð í Hvíta húsinu sem heitir Take Our Daughters and Sons to Work Day. Það sem stóð upp úr frá deginum var þegar 10 ára gömul stúlka stóð upp og lét Michelle hafa ferilskrá föður sína sem er atvinnulaus.

Stúlkan heitir Charlotte Bell og vann faðir hennar fyrir Obama í forsetakosningunum 2012.  Þegar forsetafrúin tók við spurningum barnanna sem mættu á daginn spurði flestir um hluti líkt og hver væri uppáhalds liturinn hennar en Charlotte fór allt aðra leið og lagði inn ferilskrá föður síns.

https://www.youtube.com/watch?v=76xw0NFO3mc

SHARE