Lítil stúlka snöktir yfir sorglegu atriði í teiknimynd

Þegar faðir ungrar stúlku tók eftir því að dóttir hans var farin að snökta yfir teiknimynd um týnda mörgæs ákvað hann að mynda hana og útkoman varð afskaplega krúttleg.

Faðirinn setti myndbandið inn á Youtube.com í lok september og í dag hafa yfir tvær milljónir horft á myndskeiðið.
Teiknimyndin sem vekur upp svona sterkar tilfinningar hjá dótturinni er einn þáttur af Alvin and the Chipmunks og fjallar hann um The Chipettes hugsa um mörgæs sem er búin að týna mömmu sinni.

SHARE